Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var með rétt rúmlega þrjár milljónir króna á mánuði í laun í fyrra. Hún var með rétt rúmlega 2,6 milljónir króna í laun á mánuði í fyrra. Fram kemur í uppgjöri Íslandsbanka sem birt var í gær að laun Birnu námu 36,4 milljónum króna á öllu síðasta ári borið saman við 31,5 milljónir árið 2012. Þetta jafngildir því að laun Birnu hafi hækkað um rétt rúmlega 15,5% á milli áranna 2012 til 2013 eða sem nemur um 400 þúsund krónum á mánuði.

Í uppgjöri Íslandsbanka um laun og kjör æðstu stjórnenda kemur sömuleiðis fram að Birna fékk árangurstengda greiðslu upp á 3,6 milljónir króna.

Þá segir í uppgjörinu að tíu einstaklingar í stjórn Íslandsbanka fengu greiddar 44,2 milljónir króna í fyrra. Þetta er 6,5% meira en árið 2012. Árið 2012 voru stjórnarmenn Íslandsbanka einum færri en í fyrra. Hæstu greiðslurnar fékk Friðrik Sóphusson, formaður stjórnar Íslandsbanka, en hann fékk greiddar 7,5 milljónir króna fyrir stjórnarsetu sína á síðasta ári.