Laun og launatengd gjöld hjá Nýherja námu 3.164 milljónum króna á fyrri helmingi ársins en voru 2.919 milljónir króna fyrir sama tímabil árið áður. Vegna gengisbreytinga hafa laun erlendra starfsmanna hækkað um 48% í íslenskum krónum milli fyrri árshelminga 2008 og 2009, eða um 444 milljónir króna segir í uppgjöri félagsin ssem kynnt var í gær.

Meðalfjöldi stöðugilda fyrstu 6 mánuði ársins 2009 var 662 en var 755 fyrir sama tímabil árið áður. Rekstrarkostnaður var um 1.300 milljónum króna, en var 954 milljónir króna yfir sama tímabil í fyrra. Rekstrartap fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta - EBITDA - nam 117 milljónum króna á tímabilinu en EBITDA var jákvæð um 268 milljónir króna árið áður. Hrein fjármagnsgjöld voru 333 milljónum króna í samanburði við 669 milljónir kr. á sama tímabili árið 2008. Tap tímabilsins var 793 milljónum króna en tap fyrstu 6 mánuði ársins 2008 nam 432 milljónum króna. Heildarhagnaður nam 90 milljónum kr. en heildartap á fyrri helmingi ársins 2008 nam 298 milljónum kr.