Laun voru að meðaltali 4% hækki á síðasta ársfjórðungi en öðrum. Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 3,9% en laun opinberra starfsmanna um 4,1%. Sé litið á breytinguna á milli ára hafa laun fólks á almennum vinnumarkaði hækkað um 8,5% en laun opinberra starfsmanna hækkað um 6,1% á milli ára.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í umfjöllun Hagstofunnar um þróun vísitölu launa á milil ársfjórðunga.

Í upplýsingunum kemur fram að laun í fjármálaþjónustu og samgöngum hækkuðu mest á milli ársfjórðunga, um 4,3%. Sé litið til breytingarinnar á milli ára þá hafa laun í fjármálaþjónustu, hjá lífeyrissjóðum og vátryggingum sömuleiðis hækkað mest, eða um 10,7%. Minnsta hækkun launa á milli ára er í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, um 5,,7%.

Laun stjórnenda hækkuðu að meðaltali um 3,0% á sama tímabili. Laun sérfræðinga hækkuðu mest frá fyrra ári eða um 9,6% en laun stjórnenda og iðnaðarmanna hækkuðu minnst, um 7,2%. Þá hækkuðu laun verkafólks mest frá fyrri ársfjórðungi eða um 4,5% en laun, samkvæmt gögnum Hagstofunnar.

Hagstofan launavísitala
Hagstofan launavísitala