Samkomulag hefur orðið milli forseta og fjármálaráðherra um að laun forseta lækki á sama hátt og laun forsætisráðherra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands.

Þar kemur fram að í framhaldi af úrskurði Kjararáðs sem dagsett var 13. janúar síðastliðið skrifaði forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra Árna M. Mathiesen bréf og óskaði eftir því að laun sín væru lækkuð á sama hátt og laun forsætisráðherra, eins af handhöfum forsetavalds, enda segir í úrskurði Kjararáðs að forseti geti sjálfur óskað eftir slíku við fjármálaráðherra.

Kjararáð taldi sig ekki hafa heimild til að lækka laun forseta en úrskurðaði um launalækkun forsætisráðherra og annarra ráðherra.

Mánaðarlaun forsætisráðherra lækkuðu um 15%.