Forstjóri eBay, John Donahoe, fékk greiddar 13,8 milljónir dala á síðasta ár, en 29,7 milljónir árið á undan. Þetta þýðir að laun hans hafa lækkað um meira en helming á milli ára. Grunnlaun Donahoes hækkuðu um 2%, en bónusar lækkuðu um 43%

Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að forstjórinn hafi staðið sig vel í starfi en rekstrarniðurstaða fyrirtækisins hafi ekki verið eftir væntingum. Tekjur eBay á síðasta fjórðungi síðasta árs voru 860 milljónir dala. Það er aukning um 13% frá sama tímabili á fyrra ári en niðurstöður eru engu að síður í takti við væntingar.

Það var BBC sem greindi frá.