Regluleg laun voru að meðaltali hálfu prósenti hærri á fyrsta fjórðungi ársins miðað við síðasta fjórðung 2010 samkvæmt mælingu launavísitölu fjórðungsins. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands. Þar segir að laun hafi hækkað um 0,6% á almennum markaði en 0,2% hjá opinberum starfsmönnum. Yfir tólf mánaða tímabili, þ.e. frá fyrsta ársfjórðungi 2010, hækkuðu laun um 4,5% að meðaltali. Á almennum markaði nam hækkunin 5,6% yfir tólf mánuði en á meðal opinberra starfsmanna 1,9%.

Mest var hækkunin í fjármálageiranum, 1,5% (8,5% á milli ára) en minnst í byggingariðnaði og mannvirkjagerð 0,3% (2,5%).