Frá fyrri ársfjórðungi mældist hækkun reglulegra launa í samgöngum og flutningum 3,2% en á sama tíma hækkuðu laun í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð um 2,0%.Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Frá fyrra ári hækkuðu laun mest í fjármálaþjónustu, lífeyrissjóðum og vátryggingum eða um 9,8% en minnst í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð um 3,4%. Þá hækkuðu laun þjónustufólks mest frá fyrri ársfjórðungi eða um 3,5% en laun stjórnenda hækkuðu að meðaltali um 2,4% á sama tímabili. Laun sérfræðinga hækkuðu mest frá fyrra ári eða um 8,6% en laun iðnaðarmanna hækkuðu minnst, um 5,8%.