PWC hélt morgunfund í morgun til að kynna nýja skýrslu um markaðslaun á Íslandi. Hafsteinn Már Einarsson, ráðgjafi hjá PwC segir að helstu niðurstöður skýrslunnar gefi til kynna að meðaltal heildarlauna hafi hækkað um 6,1% frá árinu 2012 til 2013 en þau eru 568.368 kr. á árinu 2013. Í henni kemur einnig fram að heildarlaun hækka umfram ársverðbólgu á sama tímabili og telur Hafsteinn þá þróun vera vísbendingu um að hagkerfið sé á réttri leið.

VB Sjónvarp ræddi við Hafstein.