Launavísitala í júní 2015 er 517,1 stig og hækkaði um 2,3% frá fyrri mánuði, samkvæmt nýrri frétt Hagstofu Íslands . Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,1%.

Þá er vísitala kaupmáttar launa í júní 2015 er 123,6 stig og hækkaði um 2,0%. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar hækkað um 5,5%.

Í frétt Hagstofunnar kemur fram að áhrifa nýgerðra kjarasamninga á almennum vinnumarkaði sem voru undirritaðir í maí síðastliðnum gæti í vísitölunni. Þar var kveðið á um sérstaka hækkun kauptaxta, breytinga á launatöflum auk samkomulags um launaþróunartryggingu að lágmarki 3,2% frá 1. maí 2015.

Áhrifa gæti einnig vegna kjarasamninga ríkis og Kennarsambands Íslands annars vegar og Læknafélags Íslands hins vegar sem undirritaðir voru á öðrum ársfjórðungi 2014 og í ársbyrjun 2015.