Regluleg laun voru að meðaltali 2,4% hærri á öðrum ársfjórðungi 2011 en í ársfjórðungnum á undan. Á sama tímabili hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 2,9% en laun opinberra starfsmanna hækkuðu um 1,2% að meðaltali. Frá fyrra ári hækkuðu laun um 5,7% að meðaltali, hækkunin var 7,1% á almennum vinnumarkaði og 2,7% hjá opinberum starfsmönnum.