Árið 2014 voru heildartekjur einstaklinga á Íslandi um 5,1 milljónir króna að meðaltali á ári. Það nemur um 421 þúsund krónum á mánuði að jafnaði. Þá hafa laun hækkað um 6,6% frá árinu 2013. Frá þessu er sagt í nýrri frétt Hagstofu .

Atvinnutekjur, sem innihalda launatekjur og aðrar starfstengdar greiðslur, voru 3,6 milljónir króna að meðaltali á ári eða um 300 þúsund krónur á mánuði að jafnaði og höfðu hækkað um 5,5% frá fyrra ári.

Aðrar tekjur voru rúmlega ein milljón króna árið 2014 og höfðu hækkað um 7,4% á milli ára. Ráðstöfunartekjur voru 3,7 milljónir króna á ári og höfðu hækkað um 6,7% á milli áranna 2013 og 2014.