Vísitala launa hækkaði um 2,1% á milli mánaða í febrúar. Hún hefur hækkað um 11,3% síðastlðið ár, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar.

Á sama tíma hækkaði vísitala kaupmáttar launa um 1,1% á milli mánaða og um 4,6% síðastliðna tólf mánuði.

Fram kemur í umfjöllun Hagstofunnar um launavísitöluna og kaupmátt í dag að í mánuðinum gæti áhrifa ækkana sem kveðið var á um í kjarasamningum milli aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins frá í maí í fyrra.

Í samningunum var kveðið á um að kjarasamningsbundnir kauptaxtar hækkai um 11.000 krónur á mánuði og almenna hækkun launataxta um 3,5% um þarsíðustu mánaðamót. Í sömu samningum var kveðið á um 50.000 króna eingreiðslu sem kom til hækkunar á launavísitölu í maí 2011. Í launavísitölu febrúarmánaðar gætir ekki lengur áhrifa þessarar eingreiðslu.