Samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands hækkuðu laun að jafnaði um 0,2% í nóvember frá fyrri mánuði og hafa laun hækkað um 10,5% á síðustu tólf mánuðum, segir greiningardeild Kaupþings banka.

?Kaupmáttur á síðustu tólf mánuðum hefur hækkað um 3,2%. Það sem af er ári hafa laun á almennum vinnumarkaði hækkað að meðaltali um 9,5% milli ára samanborið við 6,8% á sama tíma árið 2005.

Mikil eftirspurn eftir vinnuafli á sama tíma og atvinnuleysi er í lágmarki eru meðal helstu skýringa launahækkana á árinu. Í þessu umhverfi kemur því ekki á óvart að umtalsverðar launahækkanir hafi gengið í gegn við endurnýjun kjarasamninga í júlí síðastliðnum,? segir greiningardeildin.