Launavísitalan hækkaði um 0,8% í september frá fyrri mánuði og er hún nú komin upp í 630 stig að því er Hagstofa Íslands greinir frá.

Launavísitalan hefur hækkað um 7,4% síðustu 12 mánuði en í september í fyrra stóð hún í 586,7 stigum, en útreikningarnir miða við að hún hafi staðið í 100 stigum árið 1988.

Á sama tíma hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 6% en kaupmátturinn hækkaði um 0,6% i septembermánuði og náði hún 145,4 stigum. Vísitalan byggir á launavísitölu og vísitölu neysluverðs.