Samkvæmt úrskurði gerðardóms um breytingar á kjarasamningi ríkissjóðs og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að laun eigi að hækka samtals um 21,7% á tímabilinu 2015-2018 auk þess sem sérstök eingreiðsla eigi að koma til í ársbyrjun 2019.

Í niðurstöðu gerðardómsins segir að laun hjúkrunarfræðinga eigi að hækka um 7,7% í ár og taki hækkunin gildi frá og með 1. maí á þessu ári. Fyrsta júní 2016 hækka launin um 6,5%, um 4,5% á sama tíma árið 2017 og um 3,0% á sama tíma árið 2018.

Þann 1. febrúar 2019 greiðist sérstök eingreiðsla, 70.000 krónur, hverjum starfsmanni miðað við fullt starf og sem er við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember.