Launavísitalan hækkaði um 0,3% í júlí frá fyrri mánuði og mældist 379,5 stig. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,0%.

Þá jókst kaupmáttur launa frá fyrri mánuði. Hann hækkaði um 1% í júlí. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 1,1%. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar jókst kaupmáttur einnig lítillega um síðustu mánaðarmót. Það var í fyrsta skipti sem kaupmáttaraukning mældist á milli mánaða síðan í janúar. Þann mánuðinn jókst kaupmáttur um 0,4% frá þeim fyrri.