Launavísitala í október 2008 er 353,3 stig og hækkaði um 0,3% frá fyrri mánuði.

Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,8%.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Þar kemur fram að í hækkun vísitölunnar gætir meðal annars áhrifa samkomulags Læknafélags Íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila, sem undirritað var þann 1. október síðastliðinn.

Samkvæmt því hækka laun félagsmanna um 6% að meðaltali frá 1. september.

Í vísitölunni gætir einnig áhrifa samkomulags Félags prófessora við ríkisháskóla og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs um launakjör prófessora, frá 26. september síðastliðnum. Samkvæmt samkomulaginu hækkuðu laun félagsmanna um 20.300 krónur frá 1. maí og um 2,42% frá 1. september.

Sjá nánar a vef Hagstofunnar .