Regluleg laun hækkuðu um 5,6% á milli ára á þriðja ársfjórðungi, þar af um 0,5% frá öðrum fjórðungi, samkvæmt samantekt Hagstofunnar . Laun hækkuðu um 5,8% á almennum vinnumarkaði en 5,1% hjá opinberum starfsmönnum.

Mest hækkuðu laun starfsfólks í fjármálaþjónustu, lífeyrissjóðum og vátryggingafélögum á milli ára eða um 9,3%. Ef einungis er litið á breytinguna á milli fjórðunga þá nam launahækkunin 1,3%. Minnst  var launahækkunin á milli ára í byggingarstarfsemi eða um 4,0%. Minnsta ársfjórðungshækkunin var í iðnaði eða 0,2%.

Af einstökum starfsstéttum hækkuðu laun stjórnenda mest á milli fjórðunga eða um 1,1% en laun verkafólks og iðnaðarmanna um 0,4%. Þá hækkuðu laun sérfræðinga um 7,3% á milli ára en verkafólks um 4,3%.