*

fimmtudagur, 28. október 2021
Innlent 23. nóvember 2017 11:26

Laun á Íslandi hafa hækkað mikið

Laun á Íslandi hafa hækkað um 60% frá 2012-2016 en aðeins um 6-8% í helstu viðskiptalöndum okkar.

Ritstjórn
Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans.
Haraldur Guðjónsson

Þó dregið hafi úr launahækkunartakti eru launahækkanir hér á landi ennþá mun meiri en í þeim löndum sem við eigum í mestum viðskiptum við. Íslenska launavísitalan, mæld í evrum, hækkaði um 60% frá 2012 til 2016. Á sama tíma hækkuðu laun í helstu viðskiptalöndum okkar að hámarki um 6-8%, voru nær óbreytt í Svíþjóð og lækkuðu um rúm 10% í Noregi, allt mælt í evrum að því er kemur fram í nýrri hagspá Landsbankans. Jafnframt segir að augljóst sé að þessi staða hefur skert samkeppnisstöðu útflutningsgreina, t.d. er munurinn á launahækkunum á Íslandi og í Noregi verulegur.

Á myndinni hér að neðan má sjá hvernig þróun launahækkana hefur verið undanfarin ár á Íslandi og samanburðarlöndum. Þess ber að geta að myndin sýnir ekki samanburð á launastigi heldur aðeins þróun launahækkana á undanförnum árum.