Nýlega birti tímaritið The Economist lista yfir laun leiðtoga heimsins borin saman við landsframleiðslu á mann í heimalöndum þeirra. Þar trónir forsætisráðherra Keníu örugglega á toppnum með um 240 sinnum meira en landsframleiðsla Keníu er á mann. Eins og oft vill vera á listum sem þessum á Ísland sér ekki fulltrúa.

Samkvæmt lauslegum útreikningum Viðskiptablaðsins eru árslaun Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, umreiknuð á jafnvirðisgengi dollara, um 83 þúsund dollarar en mánaðarlaun hennar eru 930 þúsund íslenskar krónur. Landsframleiðsla Íslands á mann á jafnvirðisgengi dollars er um 35 þúsund dollarar.

Árslaun Jóhönnu eru því um 2,4 sinnum landsframleiðsla á mann. Jóhanna er með lægstu leiðtogum listans, og skipar sér sæti nálægt leiðtogum Póllands, Kína og Indlands en æðsti maður Indlands er með um 4000 dollara á ári. Til samanburðar eru árslaun Bandaríkjaforseta 400 þúsund dollarar, eða um 7 sinnum landsframleiðsla Bandaríkjamanns.

Lista The Economist má sjá hér .