Miðgildi heildarlauna kvenna sem eru meðlimir í Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) lækkuðu um 10 þúsund krónur á milli ára. Þau eru nú 540 þúsund krónur en voru 550 þúsund krónur í fyrra. Þetta er þvert á niðurstöður árlegrar launakönnunar félagsins.

Niðurstöðurnar benda til að meðallaun félagsmanna eru nú 606 þúsund krónur á mánuðu og hækka um 0,7% frá í fyrra. Laun karla hækka um 1,7 prósent. Heildarlaun þeirra eru 661 þúsund og eru þeir með 19% hærri laun en konur.

Fram kemur í niðurstöðum launakönnunarinnar að þetta er fyrsta skiptið sem laun kvenna í félaginu lækkar á milli ára.

Þá kemur fram í niðurstöðum könnunarinnar að þegar launamunur kynjanna er leiðréttur með tilliti til fleiri þátta eins og aldurs, fjölskyldustærðar, menntunar, starfsreynslu, starfsvettvangs og geira kemur í ljós að launamunur kynjanna eykst frá fyrri mælinum. Nú mælist leiðréttur launamunur 4,3%. Hann var 3,2% í fyrra.