Laun og launatengd gjöld vegna slitastjórna Frjálsa fjárfestingabankans og SPRON námu alls 1.869 milljónum króna.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu fjármálaráðherra um Dróma hf., eignarhaldsfélag sem fór með eignasafn SPRON og Frjálsa. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag.

Þingmenn allra flokka á Alþingi báðu um skýrsluna. Í eignasafni Dróma voru meðal annars lán sem SPRON og Frjálsi fjárfestingabankinn veittu einstaklingum og fyrirtækjum fyrir hrun.

Launakostnaður vegna slita bankanna nam 1.473 milljónum króna og launatengd gjöld 396 milljónum.