Barack Obama forseti tilkynnti í dag að laun 2. milljóna opinberra starfsmanna verði fryst næstu tvö árin, eða út árið 2012.  Þetta kemur fram á vef WSJ.

Obama sagði að þetta væri fyrsta skrefið í viðureigninni við gríðarlegan halla á alríkissjóðnum.  Opinberir starfsmenn áttu von á 1,4% launahækkun á næsta ári.

Þessi aðgerð myndi spara alríkissjóðnum 28 milljarða dala á 5 árum og yfir 60 milljarða á 10 árum.  Hermenn falla ekki undir þessa frystingu.