Hrina verkfalla hófst í Portúgal í gær morgun og stóð yfir í sólarhring. Er þetta í fyrsta sinn sem verkalýðsfélög kommúnista og sósíalista fara á sama tíma í verkfall í 22 ár. Þetta kemur fram á vef Financial Times. Verkföllin voru aðallega meðal opinberra starfsmanna og voru mótmæli gegn niðurskurði árið 2011. Munu laun opinberrra starfsmanna lækka um 5% að meðaltali, lífeyrisgreiðslur standa í stað, skattar hækka og bætur lækka. Á sama tíma hækkaði skuldatryggingarálag á skuldir portúgalska ríkisins verulega.