Laun forstjóra og framkvæmdastjóra ríkisfyrirtækja og stofnana hækka um allt að fimmtung samkvæmt nýlegum úrskurði kjararáðs. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Þar kom fram að sem dæmi þá hækki laun Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, um 20 prósent. Hækkunin er afturvirk og gildir frá 1. ágúst í fyrra samkvæmt RÚV.

Á vef RÚV segir: "Þetta er fyrsta hækkun viðkomandi eftir að laun 42 stjórnenda voru lækkuð árið 2010. Alþingi samþykkti eftir hrun lög sem kváðu á um að enginn starfsmaður íslenska ríkisins eða fyrirtækja í þess eigu skyldi fá greidd hærri föst laun en forsætisráðherra. Kjararáð úrskurðaði um laun 42 forstjóra og framkvæmdastjóra í febrúar 2010 og þá lækkuðu laun stjórnendanna eins og kveðið var á um í lögum."