*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 3. maí 2013 09:19

Laun stjórnar og stjórnenda Isavia hækka um 9 milljónir

Isavia greiddi stjórn og þremur æðstu stjórnendum hjá félaginu rúmlega 70 milljónir króna í laun og þóknanir í fyrra.

Ritstjórn
Þórólfur Árnason var endurkjörinn ásamt allri stjórninni á aðalfundi Isavia í gær.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Heildarlaun og þóknanir til stjórna og stjórnenda Isavia á árinu 2012 námu 73,7 milljónum króna en árið á undan námu þessi laun 64,7 milljónum króna. Nemur hækkunin 9 milljónum króna milli ára. Laun forstjóra Isavia og framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar ehf. og Tern Systems hf. eru ákveðin af kjararáði. 

Þórólfur Árnason er stjórnarformaður Isavia. Með honum í stjórn eru Ragnar Óskarsson, varaformaður,Arnbjörg Sveinsdóttir, Ásta Rut Jónasdóttir og Jón Norðfjörð. Forstjóri Isavia er Björn Óli Hauksson.

Launakostnaður Isavia jókst um tæpan milljarð króna milli ára. Í fyrra var hann 7.8 milljarðar króna en 6,9 milljarðar árið 2011. Meðalfjöldi starfa var 790 í fyrra en 729 árið áður.

Stikkorð: Isavia