Lögð verður fram tillaga á aðlafundi Flögu Group um að laun stjórnarmanna félagsins verði 600 þúsund krónur á árinu, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Í tilkynningunni segir að laun starfandi stjórnarformanns verði tvöföld sú upphæð.

Á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður þann 23. mars, verður lagt til að eftirtaldir aðilar myndi aðalstjórn félagsins: Bogi Pálsson, Eggert Dagbjartsson, Erlendur Hjaltason, Hákon Sigurhansson og Sveinn Þór Stefánsson,

Einnig verður tillaga lögð fram að ekki verði greiddur út arður vegna ársins 2005.

Gengi hlutabréfa Flögu hefur sigið síðustu misseri en hækkaði um 3,88% í dag, og leiðir félagið hækkun Úrvalsvísitölunnar. Félagið tilkynnti uppgjör í dag og jukust tekjur í 34.7 milljónir Bandaríkjadali (2,4 milljarðar króna) í fyrra úr 26,45 milljónum dala (1,8 milljarðar króna). Þrátt fyrir tekjuaukningun var tap af rekstri félagsins, sem nam 1,24 milljónum dala (86 milljónir króna), og rekja má til endurskipulagningar.