Gjöld vegna launa og bifreiðastyrkja formanna VR hækkuðu um 57% á milli áranna 2016 og 2017. Árið 2016 námu þær 17 milljónum króna en árið 2017 námu þær 26,3 milljónum að því er kemur fram í ársskýrslu VR.

Laun yfirstjórnar í heildina litið voru á árinu 2017 54,2 milljónum króna og hækkuðu um 11,6 milljónir á milli ára. Þar af var eins og áður sagði 26,3 milljónir til formannanna en laun framkvæmdastjóra námu 17,5 milljónum og laun stjórnar samtals 9,6 milljónum.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hlaut kjör sitt þann 14. mars í fyrra. Greiðslurnar fóru því að hluta til Ólafíu B. Rafnsdóttur, fyrrverandi formanns. Ekki kemur þó fram hvernig greiðslurnar skiptust á milli þeirra.

Upphafleg fyrirsögn fréttarinnar var: Laun til formanns VR jukust um 57%. Fyrirsögninni hefur verið breytt í samræmi við innihald fréttarinnar. Viðskiptablaðið biðst velvirðingar á misræminu.