Launaleiðrétting Páls Magnússonar útvarpsstjóra kom til tals á fundi hans með starfsmönnum Ríkisútvarpsins (RÚV) í Efstaleiti í hádeginu í dag.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í fyrravor var Páll með 1.150 þúsund krónur í laun á mánuði á tímabilinu 1. september 2011 til 29. febrúar 2012 eða 6,9 milljónir króna á tímabilinu. Laun hans hækkuðu um 300 þúsund krónur eða sem nemur 50 þúsund krónum á mánuði.

Til viðbótar við launin árið 2011 var voru honum greiddar 4,6 milljónir króna vegna leiðréttingar á framkvæmd úrskurðar Kjararáðs 23. febrúar 2010.

Fjallað er um launaleiðréttinguna í skýringum við árshlutauppgjör RÚV fyrir tímabilið 1. september 2011 til 29. febrúar 2012 . Í skýringum við árshlutareikninginn segir orðrétt:

„Laun útvarpsstjóra fyrir tímabilið voru 6,9 milljónir króna (2010/2011: 6,6 milljónir) en auk þess voru honum greiddar 4,6 milljónir króna vegna leiðréttingar á framkvæmd úrskurðar Kjararáðs 23. febrúar 2010. Með hliðsjón af fyrirliggjandi lögfræðiálitum og til samræmis við framkvæmd úrskurðar Kjararáðs hjá öðrum opinberum hlutafélögum var úrskurðurinn látinn taka gildi 1. mars 2011.