Launagreiðslur til ríkisstarfsmanna fóru 1.240 milljónir króna fram úr áætlunum á fyrstu þremur mánuðum ársins og með sama áframhaldi fara þær fimm milljarða umfram fjárlög á árinu. Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bent á þetta á Alþingi í gær og Vísir greinir frá.

„Á fyrstu þremur mánuðum ársins eru launagreiðslur ríkissjóðs komnar 1.240 milljónir fram úr áætlun sem þýðir að það eru rúmir 5 milljarðar á ári ef svo heldur áfram sem horfir,“ sagði Ásbjörn.

„Ég set mikið spurningarmerki við þetta vegna þess að engin laun hafa verið hækkuð í landinu og ef niðurstaðan verður að launagreiðslur ríkisins fari rúmlega 5 milljarða fram úr áætlun sé ég ekki hvernig í ósköpunum við eigum nokkurn tímann að ná jöfnuði í ríkisfjármálum.“