*

laugardagur, 12. júní 2021
Innlent 1. maí 2018 15:29

Launagreiðslur töfðust

Á baráttudegi verkalýðsins urðu tafir á launagreiðslum fjölda fólks vegna vélarbilunar hjá Reiknistofu bankanna.

Ritstjórn
Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna.
Haraldur Guðjónsson

Tafir urðu á launagreiðslum fjölda fólks í morgun vegna vélarbilunar hjá Reiknistofu bankanna. Síðustu launavinnslurnar kláruðust rétt fyrir klukkan ellefu og ættu allir að vera búnir að fá launin sín. RÚV greinir frá.

Alla jafna er búið að klára launavinnslu milli klukkan sex og níu á morgnana. Töfðust launagreiðslur margra því um tvær til fimm klukkustundir.

Ríkisstarfsmenn þurfa þó að bíða lengur eftir launum sínum, en Fjársýsla ríkisins sér um launagreiðslur þeirra. Ástæðan fyrir því er sú að launagreiðslur ríkisstarfsmanna miðast við fyrsta virka dag hvers mánaðar. Laun þeirra verða því ekki greidd út fyrr en á morgun.