Hjalti Jónsson, framkvæmdastjóri Íslensku auglýsingastofunnar, segir að umsvif í auglýsingageiranum haf aukist undanfarin ár „Almennt séð hefur gangurinn verið góður. Það hefur verið nokkuð stöðugur gangur frá 2012 til dagsins í dag,“ segir Hjalti. Reksturinn hafi gengið sérlega vel árin 2015 og 2016. Hins vegar séu launahækkanir farnar að hafa áhrif. „Við erum í umhverfi sem er mjög mannaflsfrekt. Okkar auðlind er fyrst og fremst fólk svo við finnum mjög vel fyrir þeirri þróun sem átt hefur sér stað með þeim kjarasamningsbundnu hækkunum sem verið hafa síðustu þrjú ár,“ segir Hjalti.

„Það hefur ekki verið auðvelt fyrir okkur að setja þessar hækkanir út í verðlag. Þannig að það sem við horfum á þarna er að okkar kostnaður á launahlutanum hefur hækkað á meðan taxtabreytingar hafa ekki haldið í við þær hækkanir.“

Undir þetta tekur Jón Sæmundsson, framkvæmdastjóri ENNEMM, en hagnaður af rekstri stofunnar hefur numið rúmri milljón króna undanfarin tvö ár. Jón bendir á aukinn launakostnað sem einn af ástæðum þess. „Stærsti útgjaldaliður auglýsingastofa er náttúrulega launakostnaður. Hann hefur hækkað mikið,“ Ekki hafi verið hægt að velta auknum launakostnaði út í verðlag. „Svo það er minna sem situr eftir.“ Engu síður hafi haustið farið vel af stað og verkefnastaðan sé góð.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .