Finnur Árnason, forstjóri Haga, er launahæsti forstjóri landsins samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar, en mánaðarlaun hans námu tæpum 8,4 milljónum króna. Í næsta sæti þar á eftir er Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, með 7,6 milljónir á mánuði og svo kemur Jón Guðmann Pétursson, forstjóri Hampiðjunnar með 7,4 milljónir í mánaðarlaun.

Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana, er með sex milljónir króna á mánuði. Í fimmta og sjött sæti eru þær Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi með 5,8 milljónir á mánuði og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi, með 5,7 milljónir.

Þar á eftir koma Valur Ragnarsson, forstjóri Medis, með 5,5 milljónir, Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP með 5,3 milljónir, Jakob Óskar Sigurðsson, forstjóri Promens með 4,8 milljónir og Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips með 4,5 milljónir króna á mánuði.