*

þriðjudagur, 19. nóvember 2019
Innlent 29. september 2019 11:01

Launakostnaður aukist umtalsvert

Launahlutfall stærstu bílaleiga landsins hefur hækkað um 7% að meðaltali á síðustu fjórum árum.

Ástgeir Ólafsson
Haraldur Guðjónsson

Líkt og fjallað var um í gær hefur afkoma stærstu bílaleiga landsins dregist saman um rúmlega milljarð á síðustu tveimur árum. Eins og í flestum greinum ferðaþjónustu hefur aukinn launakostnaður á síðustu árum gert bílaleigunum erfitt fyrir en laun og g launatengd gjöld námu samtals 4.888 milljónum króna og jukust um 13% milli ára.

Launahlutfall bílaleiganna, sem er launakostnaður í hlutfalli af heildartekjum, var að meðaltali 26,3% og hækkaði um 1,6 prósentustig á milli ára. Hjá Bílaleigu Akureyrar var hlutfallið 28,1% og hækkaði um 1,4 prósentustig á milli ára. Hjá Avis var hlutfallið 29,4% og lækkaði lítillega milli ára. Hjá Hertz var hlutfallið 26% og hækkaði um 3,4 prósentustig á milli ára og hjá Blue Car Rental var hlutfallið 21,4% og hækkaði um 1,4 prósentustig.

Sé litið lengra aftur í tímann kemur í ljós að launahlutfallið hefur hækkað um 7 prósentustig að meðaltali frá árinu 2015 þegar það var 19,3%

Mestur er munurinn hjá Hertz en þar hefur hlutfallið hækkað um 9,8 prósentustig á síðustu 4 árum á meðan hlutfallið hefur hækkað minnst hjá Bílaleigu Akureyrar eða um 4,5 prósentustig.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Stikkorð: Bílaleigur