Hagnaðar 15 félaga í Kauphöll Íslands sem skilað hafa uppgjöri lækkaði úr 53 milljörðum króna í 48 milljarða króna í fyrra.

Þar vegur verri afkoma hjá Icelandair þyngst. Hagnaður félagsins dróst saman um nálægt 7 milljarða eða um 58% milli áranna 2016 og 2017. Rekstrartekjur Icelandair jukust um 17% milli ára en á móti vó hækkun olíuverðs og aukinn launakostnaður þungt. Heildarlaunagreiðslur Icelandair jukust um nærri þriðjung milli ára.

„Launakostnaður Icelandair hefur aukist umfram tekjur undanfarin fimm ár sem þýðir að launakostnaður sem hlutfall af tekjum er orðinn mjög hár. Það hefur í för með sér að samkeppnishæfni félagsins er að versna.

Icelandair er rosalega háð tekjum í erlendum gjaldeyri og með fleiri ferðamönnum er skekkjan milli launagjalda í íslenskum krónum og tekna í erlendri mynt alltaf að aukast. Þar sér maður ákveðin viðvörunarljós,“ segir Snorri Jakobsson, forstöðumaður Capacent greininga.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .