Heildarlaunakostnaður á hverja greidda vinnustund lækkaði á fyrsta ársfjórðungi miðað við lokafjórðug síðasta árs samkvæmt vísitölu launakostnaðar á fjórðungnum sem Hagstofa Íslands birti í dag. Ekki er reiknuð út nein heildarvísitala fyrir atvinnulífið í heild sinni heldur skiptist vísitalan í fjórar.

Vísitala launakostnaðar í iðnaði lækkaði um 42%, í verslun um 3,4%, í samgöngum um 2,8% og í byggingariðnaði um 1,5%.

Þegar litið er tólf mánaða tímabils þá hækkaði heildarlaunakostnaður á bilinu 4,1%-8,9%. Mest var hækkunin í byggingarstarfsemi en minnst í iðnaði samkvæmt Hagstofunni.