Launakostnaður Landsbankans jókst um 40% á fyrstu þremur mánuðum ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra. Það er þó í takti við áætlanir ársins en í kynningu um uppgjör fyrsta ársfjórðungs segir að frávikin skýrist meðal annars af nýjum fjársýsluskatti á laun, samruna við Spkef og samningsbundnum launahækkunum.

Bankinn tilkynnti um 7,7 milljarða hagnað eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi 2012. Arðsemi eigin fjár var 15,2% samanborið við 26,7% á sama tíma árið 2011. Þá nam hagnaðurinn 12,7 milljörðum. Eiginfjárhlutfall bankans er 22,1%.