Seðlabanki Íslands gerir ráð fyrir því að launakostnaður ríkissjóðs þetta árið verði meiri en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Launakostnaður í fyrra og árið þar á undan fór fram úr fjárlögum.

Í fyrra og hitteðfyrra brugðust stofnanir við þessu með því að halda kaupum á vöru og þjónustu nær óbreyttum milli ára að nafnvirði

Í síðustu spá Seðlabankans var gert ráð fyrir að launakostnaður yrði einnig meiri en gert er ráð fyrir í fjárlögum ársins 2013 og að kaup á vörum og þjónustu yrðu áfram nær óbreytt milli ára að nafnvirði líkt og árin tvö þar á undan.

Fyrstu tölur Hagstofunnar um vöxt samneyslunnar á fyrsta ársfjórðungi 2013 benda hins vegar til þess að forsendur um kaup á vörum og þjónustu frá því í maí muni ekki standast og er því spáð 1,2% vexti í ár í stað 0,5% vexti í maíspánni. Horfur eru jafnframt á heldur meiri samneysluvexti á næstu tveimur árum.