Heildarlaunakostnaður jókst um 3,6% frá fyrri ársfjórðungi í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og um 0,4% í iðnaði.

Á sama tímabili dróst heildarlaunakostnaður saman um 1,6% í samgöngum og flutningum og um 4,6% í verslun og í ýmissi viðgerðarþjónustu.

Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Þar kemur einnig fram að heildarlaunakostnaður án greiðslna sem gerðar eru upp óreglulega jókst einnig mest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð eða um 4,0% frá fyrri ársfjórðungi.

Í iðnaði mældist aukningin 1,9% en 1,6% í samgöngum og flutningum. Í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu dróst heildarlaunakostnaður hins vegar saman um 3,3% á tímabilinu þegar horft er framhjá greiðslum sem gerðar eru upp óreglulega.

Þá kemur fram að frá fyrra ári jókst heildarlaunakostnaður mest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð eða um 11,9% en minnst í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu, 0,3%. Á sama tímabili jókst heildarlaunakostnaður um 8,6% í samgögnum og flutningum og  5,8% í iðnaði.

Sjá nánar vef Hagstofu Íslands.