Launakostnaður Kaupþings banka á fyrsta ársfjórðungi nam 3.982 m.kr. og jókst um 48,7% frá sama tímabili 2004. Þessi hækkun launakostnaðar bankans skýrist einkum af fjölgun starfsmanna. Fjöldi stöðugilda þann 31. mars 2005 var 1.674, en var 1.311 fyrir ári síðan. Annar rekstrarkostnaður á fyrsta ársfjórðungi nam 2.623 m.kr. og jókst um 15,7% frá sama tímabili
2004.

Rekstrargjöld á fyrsta ársfjórðungi námu 6.605 m.kr. og jukust um 1.661 m.kr. miðað við fyrsta ársfjórðung 2004 eða sem nemur 33,6%. Hlutfall rekstrarkostnaðar af tekjum á fyrsta ársfjórðungi var 30,3% og lækkaði úr 51,3% miðað við fyrsta ársfjórðung 2004.