Launakostnaður KB banka á fyrstu níu mánuðum ársins nam 13.478 m.kr. og jókst um 54,2% miðað við sama tímabil 2004. Þessi hækkun skýrist einkum af fjölgun starfsmanna, en fjöldi stöðugilda í bankanum þann 30. september 2005 var 2.307, en var 1.538 þann 30. september árið 2004. Kaupin á breska bankanum Singer & Friedlander skýra að langmestu leyti þá fjölgun stöðugilda sem orðið hefur á milli ára en alls störfuðu þar 535 manns þann 30. september 2005. Launakostnaður á þriðja ársfjórðungi nam 5.178 m.kr. og jókst um 63,2% á milli ára. Megin skýring þessarar aukningar er fjölgun starfsmanna, einkum vegna Singer & Friedlander.

Vegna eftirlaunaskuldbindinga sem koma til vegna yfirtökunnar á Singer & Friedlander gjaldfærast 381 m.kr. á þriðja ársfjórðungi. Annar rekstrarkostnaður á þriðja ársfjórðungi nam 4.334 m.kr. og jókst um 57,6% miðað við sama tímabil í fyrra.