Óleiðréttur launamunur kynjanna á Íslandi nam 18,3% á síðasta ári og hefur minnkað frá fyrra ári úr 19,9%. Þetta kemur fram í nýrri frétt frá Hagstofu Íslands .

Þar kemur fram að munurinn hafi verið 19,9% á almennum vinnumarkaði en 13,2% hjá opinberum starfsmönnum. Þar af var munurinn 14,1% hjá ríki og 6,7% hjá sveitarfélögum.

Launamunurinn er skilgreindur sem óleiðréttur þar sem ekki er tekið tillit til skýringaþátta sem geta haft áhrif á laun einstaklinga. Dæmi um slíka skýringaþætti eru starf, menntun, aldur, starfsaldur og fleira. Því er til að mynda ekki tekið tillit til þess að starfsval kynjanna er oft á tíðum ólíkt