Meðal launamunur kynjanna hjá Bretum í fullu starfi er sá lægsti síðan mælingar hófust árið 1997. Munurinn var 9,4% í apríl í samanburði við 10% á síðasta ári, bilið nemur um 100 pundum, eða rúmum 20 þúsund íslenskum krónum á viku. Þessu greinir BBC frá.

Talið er að rekja megi breytingarnar til þess að laun karla eru að lækka mun hraðar en kvenna. Með meðtaldri verðbólgu lækkuðu vikuleg laun um 1,6% frá árinu 2013. Launamunur kynjanna í fullu starfi mælist nú 9,4% miðað við 17,4% árið 1997. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, segir tölurnar vera merki um framför í baráttunni um launajafnrétti.

Í apríl 2014 mældist tímakaup kvenna á aldrinum 22 til 29 ára sem unnu meira en 30 tíma á viku 1,1% hærra en karla. Konur á aldrinum 30 til 30 ára voru einnig með hærra tímakaup en karlar í fyrsta sinn. Karlmenn eru þó enn með hærri meðallaun í öllum aldursflokkum.

Launamunur kynjanna fyrir alla starfsmenn, bæði í fullu starfi og hlutastarfi var einnig sá lægsti sem mælst hefur, 19,1%, en mældist 19,8% árið 2013.