Heildarlaun voru lægst í störfum við barnagæslu, og í störfum afgreiðslufólks í dagvöruverslunum, en hins vegar hæst í störfum forstjóra og aðalframkvæmdastjóra fyrirtækja og stofnana.

Þetta kemur fram í nýrri samantekt Hagstofunnar en hún birtir nú í fyrsta sinn upplýsingar um laun í 226 einstökum störfum og starfsstéttir fyrir launamenn á almennum vinnumarkaði og opinbera geiranum.

Lægstu launin 318 þúsund en hæstu 1,5 milljón

Heildarlaun við barnagæslu, þar með talin störf ófaglærðra við uppeldi og menntun barna á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum voru 318 þúsund krónur á mánuði og afgreiðslufólk í dagvöruverslunum voru með 333 þúsund króna mánaðarlaun.

Heildarlaun í störfum forstjóra og aðalframkvæmdastjóra fyrirtækja og stofnana voru rúmlega 1,5 milljónir króna á mánuði en heildarlaun í sérfræðistörfum við lækningar voru 1,3 milljónir króna á mánuði. Launamunurinn milli hæstu og lægstu launa er því um 1.182.000 ef miðað er við 1,5 milljón sem hæstu laun.