Ekki stendur steinn yfir steini í fullyrðingum Eflingar um að „launaþjófnaður" sé sé stórt, mikið og vaxandi vandamál, að því er fram kemur í aðsendri grein Þórarins Ævarssonar, eiganda og stofnanda Spaðans, í Morgunblaðinu í dag.

Í skýrslu Eflingar kemur meðal annars fram að á síðasta ársfjórðungi 2020 hefðu orðið til 56 launakröfur vegna vangoldinna launa á rúmlega 40 fyrirtæki, samtals að fjárhæð 46 milljónir.

Bendir Þórarinn á að við fyrstu sýn virðist upphæð og fjöldi tilfella há, en við nánari skoðun sé það ekki tilfellið. Miðað við reikniforsendur Þórarins að hlutfall „launaþjófnaðar" af launum sé um 0,15% og að 1 af hverjum tæplega 500 félagsmanna Eflingar hafi þurft að ganga á eftir launagreiðslum með þessum hætti. Þá bendir hann á að tíðni meðal fyrirtækja sé hverfandi, enda skipta þau þúsundum og því ljóst að nær öll fyrirtæki séu með þessi mál í lagi.

Útreikningar Þórarins benda til þess að fjárhæðir „launaþjófnaðar" hafi staðið í stað síðustu fimm ár, á meðan laun hafa hækkað um um það bil þriðjung á sama tímabili. Því virðist sem svo að um verulegan samdrátt sé að ræða og bendir hann á að í raun sé stórmerkilegt að málum tengdum vangoldnum launum skuli ekki hafa fjölgað verulega í heimsfaraldrinum.

Spyr sig hvort Efling sé í verkalýðsbaráttu eða pólitík

Spyr hann hvort ekki væri nær að Efling fjallaði um þann árangur sem hefði náðst, sér í lagi miðað við erfiðar aðstæður á vinnumarkaði.

„Maður velt­ir fyr­ir sér þeirri óþægi­legu spurn­ingu, hvað vaki fyr­ir þeim sem veita fé­lag­inu for­ystu að senda frá sér svona vill­andi upp­lýs­ing­ar, en það er engu lík­ara en það sé verið að reyna að efna til ófriðar. Er ekki hægt að gera þá lág­marks­kröfu á for­svars­menn eins stærsta verka­lýðsfé­lags Íslands að þeir reyni í það minnsta að námunda sig við sann­leik­ann í stað þess að fabúl­era út í loftið og draga álykt­an­ir sem ganga þvert gegn þeim gögn­um sem þeir eru að kynna? Hér tala töl­urn­ar sínu máli og það stend­ur ekki steinn yfir steini, en menn fara vís­vit­andi með með fleip­ur og ásak­an­ir. Maður hlýt­ur því að spyrja sig hvort þetta fólk sé í verka­lýðsbar­áttu, eða hvort það sé í póli­tík," skrifar Þórarinn.