Launavísitala í maí 2011 er 389,9 stig og hækkaði um 1,2% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 5,3%. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Krónur
Krónur
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Þá var vísitala kaupmáttar launa í maí 2011 105,9 stig og hækkaði um 0,2% frá aprílmánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 1,9%.

Í kjarasamningum á milli aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem undirritaðir voru 5.maí 2011 var kveðið á um 50.000 króna eingreiðslu sem kom til útborgunar við samþykkt kjarasamninga. Áhrifa þessarar eingreiðslu gætir í launavísitölunni.