Launavísitala í júní var 346,2 stiig og hækkaði um 1,2% frá fyrri mánuði.

Á vef Hagstofu Íslands segir að áhrifa samkomulags aðildarfélaga BSRB og ríkisins um breytingar og framlengingu á kjarasamningum gæti í vísitölunni, en samkvæmt samkomulaginu var samið um 20.300 kr. launahækkun frá 1. maí 2008.

Einnig gætir áhrifa nýgerðs kjarasamnings Félags grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga þar sem er m.a. kveðið á um 25.000 króna hækkun 1. júní.

Launavísitalan hefur hækkað um 8,5% síðastliðna 12 mánuði. Vísitalan hefur á síðustu 3 mánuðum hækkað um 10,6% á ársgrundvelli.