Launavísitala í júlí hækkaði um 0,4% í júlí frá fyrri mánuði, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands, og stendur nú í 268 stigum.

Síðastliðna 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,6%. Launavísitala, sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána í september á þessu ári, er 5862 stig.