Launavísitala Hagstofu Íslands hækkaði um 0,9% í maí frá fyrri mánuði, segir greiningardeild Kaupþings banka sem bendir á að ef við horfum framhjá þeirri hækkun sem var í janúarmánuði er um að ræða mestu hækkun milli mánaða síðan í mars 2001.

?Hækkunin er engu að síður minni en sem nemur verðlagshækkunum og rýrnaði kaupmáttur því um 0,3% og er þetta þriðji mánuðurinn í röð sem kaupmáttur rýrnar. Tólf mánaða hækkun launavísitölu er nú 8,7% miðað við 8,4% í mánuðinum á undan og tólf mánaða kaupmáttaraukning er nú 0,9% miðað við 1,8% í síðasta mánuði," segir greiningardeildin.