*

laugardagur, 16. október 2021
Innlent 22. ágúst 2018 10:31

Launavísitalan hækkaði um 0,4% milli mánaða

Undanfarna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,3%.

Ritstjórn
Hagstofa Íslands
Haraldur Guðjónsson

Launavísitala í júlí 2018 er 663,4 stig og hækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 6,3%. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar

Frá því í júní hefur kaupmáttur launa hækkað um 0,3% en vísitala kaupmáttar launa í júlí stendur í 149,6 stigum. Síðustu mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 3,5%. 

Í vísitölu júlímánaðar gætir áhrifa kjarasamninga aðildarfélaga Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem kveðið er á um almennar launahækkanir á bilinu 1,1% til 4,1% þann 1. júlí 2018.